Gautaborg here I am

Jæja - ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt!

Mér finnst eiginlega svona nýbyrjuð að kynnast Gautaborg og skólinn rétt að byrja þegar er bara farið að stefna hratt í próf ! Hér er nefnilega 4 anna kerfi og við erum bara í 2-3 kúrsum í einu, mjög yndislegt :) En maður er ekki alveg vanur þessu og nú eru alltíeinu bara 3 vikur í próf og ég ekki byrjuð að reikna í stærðfræðigreiningunni minni :S Byrja á morgun ! Hinn áfanginn er líka mjög áhugaverður, Global chemical sustainability, í mjög víðu þjóðfélagslega samhengi :) 

Annars er bara búið að vera rosa fínt - sambúðin gengur fáránlega vel og góð stemning.  Ég er svo farin að þjálfa hjá fimleika hjá klúbb sem heitir GF Kennedy og stelpurnar gerðu sér lítið fyrir urðu í bæði 1. og 2. sæti á öllum áhöldum á móti um helgina.   Valdi greinilega rétta klúbbinn :D Og ég fæ að hoppa smá líka svo endorfínið flæðir aftur öðru hvoru :) 

En það er komin matur - merki myndirnar á eftir og hendi þeim inn í comment

ciao

 

Anna  


Hlaut að koma að því

Bloggi bloggi ..

einhverstaðar verður maður að byrja.

Er að leggja lokahönd á heimaverkefnið sem ég tók með mér úr vinnunni - umhverfisáhrif götulýsingar í Rvk  - ógó spennó finnst ykkur ekki :)  Ákvað að besta leiðin til að ljúka þessu af væri home alone á laugardagskvöldi með hvítvín við hönd og Diktuna til að trappa niður vinaþránna..

Ekki misskilja, ég hef það mjög gott - strákarnir sem ég bý með eru æði og fíla skólann vel en mig vantar pínu grúppíurnar mínar! 

Hvað er íris bumbulína að gera - sef sko með símann í hendinni næstum þessa dagana - viðbúin ef allt fer í gang :)

Og inam bara að læra ungversku af innfæddum - hlakka til að kíkja til þín!  

Bylgja í nýju vinnunni, allir á Diktu- tónleikunum og allt að gerast !  

Smá heimþrárkvöld !  

 

  


Blogg blogg blogg

Jú einhvers staðar þarf maður að byrja - búin að semja margar færslur í huganum þessar þrjár vikur í útlandinu.  En aldrei hunskaðist ég til að skrifa :S   Well ég er hér með byrjuð - lítið meira að segja í bili nema mér líst bara vel á gautaborg, hlakka til að kynnast henni betur og skólinn er spennó og strax nóg að gera :p  

Sakna skyrs - vill einhver koma með skyr.is ?

 

Ciao

Anna  


1,5 milljarður í vegabætur til Vopnafjarðar en 150 milljónir í BUGL - what?!

No offence Vopnfirðingar en það er e-ð mis þarna !! 

Nú er ég ekki alveg með fjárþörf Bugl á hreinu en mér skildist á forstjóranum að hann væri að missa frá sér fólk vegna slakra launa og biðlistinn styttist ekkert á meðan.  Aftur og aftur er maður að heyra af krökkum sem bíða í alltof langan tíma, jafnvel talinn í árum bara eftir greiningu sem er svo forsenda fyrir áframhaldandi hjálp í kerfinu.  Kommon það hlýtur að hafa gleymst að setja einhver núll þarna á ávísun Heilbrigðisráðherra! Óheppilegt fyrir hann að stoltir vegagerðarmenn lentu í sama fréttatíma. Vissulega eru samgöngumál mikilvæg en ef valið stendur um bundið slitlag eða heilbrigðari þjóð þá veit ég alveg hvað ég myndi velja. Krakkarnir eru undirstaða framtíðarinnar! 

Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar - og hana nú! 

Alveg að fara út,

Anna Rúna 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband