Gautaborg here I am

Jæja - ótrúlegt hvað tíminn líður fljótt!

Mér finnst eiginlega svona nýbyrjuð að kynnast Gautaborg og skólinn rétt að byrja þegar er bara farið að stefna hratt í próf ! Hér er nefnilega 4 anna kerfi og við erum bara í 2-3 kúrsum í einu, mjög yndislegt :) En maður er ekki alveg vanur þessu og nú eru alltíeinu bara 3 vikur í próf og ég ekki byrjuð að reikna í stærðfræðigreiningunni minni :S Byrja á morgun ! Hinn áfanginn er líka mjög áhugaverður, Global chemical sustainability, í mjög víðu þjóðfélagslega samhengi :) 

Annars er bara búið að vera rosa fínt - sambúðin gengur fáránlega vel og góð stemning.  Ég er svo farin að þjálfa hjá fimleika hjá klúbb sem heitir GF Kennedy og stelpurnar gerðu sér lítið fyrir urðu í bæði 1. og 2. sæti á öllum áhöldum á móti um helgina.   Valdi greinilega rétta klúbbinn :D Og ég fæ að hoppa smá líka svo endorfínið flæðir aftur öðru hvoru :) 

En það er komin matur - merki myndirnar á eftir og hendi þeim inn í comment

ciao

 

Anna  


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

"Á morgun segir sá....segir sá....lati!"

http://youtube.com/watch?v=FjhJthVEc34 

Bó (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband